Arsenal og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í stórleik gærkvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.
Skytturnar voru líklegri aðilinn í leiknum en gestirnir vörðust frábærlega.
Arsenal átti hins vegar líklega að fá allavega eitt víti í leiknum.
Þá var miðvörðurinn Gabriel rifinn niður í teignum af Dan Burn en ekkert var dæmt.
Gabriel virtist afar pirraður yfir þessu og birti myndband af atvikinu á Twitter eftir leik. Þar voru skilaboðin skýr.
Úrslitin þýða að Arsenal er áfram á toppi deildarinnar. Liðið er með 44 stig, átta meira en Manchester City sem þó á leik til góða.
Newcastle er í þriðja sæti með 35 stig.
🤦🏽♂️ pic.twitter.com/RJfKfjuobA
— Gabriel Magalhaes (@biel_m04) January 4, 2023