Sergio Aguero, goðsögn Argentínu og Manchester City, fagnaði með löndum sínum eftir HM í Katar í fyrra.
Aguero hefur lagt skóna á hilluna en hann var lengi leikmaður landsliðsins og lék á HM 2018 og mætti Íslandi.
Í fagnaðarlátunum hellti Aguero verulega í sig og var aðvaraður af Lionel Messi sem er einnig leikmaður Argentínu og vinur hans fyrir utan völlinn.
Aguero var duglegur að hella í sig áfengi í fagnaðarlátunum, eitthvað sem fór töluvert í taugarnar á Messi.
,,Ég drakk mikið en borðaði ekkert. Við vorum heimsmeistarar. Ef eitthvað myndi gerast, þá gerist það,“ sagði Aguero.
,,Messi varð reiður og sagði mér að hætta. Hvernig átti ég að hætta? Við verum heimsmeistarar… Ég er svo ánægður.“