Donny van de Beek fékk sjaldgæft tækifæri í byrjunarliði Manchester United í gær þegar liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.
Van de Beek þurfti að fara af vell í fyrri hálfleik eftir að Marcos Senes tæklaði hann en líklega eru meiðslin á hné.
Van de Beek grét mikið vegna málsins enda virtist sársaukinn gríðarlegur.
„Við þurfum að bíða í 24 tíma en þetta lítur ekki vel út,“ segir Erik ten Hag stjóri United liðsins um stöðu mála.
United vann 3-0 sigur í gær þar sem Casemiro, Luke Shaw og Marcus Rashford skoruðu mörkin.
Meiðslin sem Van de Beek varð fyrir má sjá hér að neðan.
Senesi se patinó y le transformó la pierna en gelatina a Van de Beekpic.twitter.com/EQJ9jU46h5
— CSKA🇦🇷🇷🇺🇸🇮⭐⭐⭐ (@CSKASLA) January 3, 2023