Albert Guðmundsson er orðaður við Sassuolo í ítölskum fjölmiðlum.
Landsliðsmaðurinn hefur verið á mála hjá Genoa í eitt ár en í vor féll liðið úr efstu deild og leikur því í B-deildinni.
Sassuolo er í fimmtánda sæti Serie A og hefur verið ofar en það síðustu ár. Það er því ljóst að skrefið yrði gott.
La Repubblica sagði frá því í gær að Sassuolo hefði áhuga á að fá Albert en Genoa myndi aðeins leyfa honum að fara ef félagið fengi hann á láni út þessa leiktíð.
Gazzetta dello Sport greinir einnig frá áhuganum.
Það er því ljóst að bæði kemur til greina að Albert fari til Sassuolo í janúar eða í sumar, fari hann yfir höfuð.
Albert Guðmundsson er orðaður við Sassuolo í Gazettunni góðu. Annað hvort i janúar eða þá í sumar ef Genoa vill ekki losa hann núna.
— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) January 4, 2023