fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Óvænt tíðindi frá Ítalíu valda stuðningsmönnum Arsenal áhyggjum en eitt gæti þó heillað

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. janúar 2023 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt ítalska miðlinum Calciomercato hefur Juventus mikinn áhuga á Bukayo Saka, leikmanni Arsenal.

Hinn 21 árs gamli Saka hefur verið stærsta stjarna Arsenal undanfarin tímabil. Samningur hans rennur hins vegar út eftir átján mánuði.

Saka virðist eitthvað tregur til að skrifa undir nýjan samning en Arsenal vill ekkert heitar en það.

Nú segja fréttirnar frá Ítalíu hins vegar að Juventus vilji freista Arsenal með því að bjóða Dusan Vlahovic í hina áttina.

Mun ítalski risinn fylgjast vel með gangi mála í samningsviðræðum Saka og láta svo vaða ef möguleikinn kemur upp.

Skytturnar reyndu hvað þær gátu að fá Vlahovic frá Fiorentina fyrir ári síðan en þá valdi kappinn Juventus.

Þessa stundina er aðalframherji Arsenal, Gabriel Jesus, frá vegna meiðsla og gæti þetta því heillað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona