Liverpool getur ekki notað HM sem afsökun ef liðið stenst ekki væntingar í næstu leikjum sínum á Englandi.
Þetta segir markmaðurinn Alisson en þónokkrir leikmenn liðsins voru hluti af sínu landsliði á HM í Katar.
HM er nú búið og er enska deildin farin á flug en Liverpoolv ar ekki beint sannfærandi í kvöld og tapaði 3-1 gegn Brentford.
,,Við getum ekki treyst á afsakanir,“ sagði Alisson en Liverpool var heldur ekki upp á sitt besta í síðasta leik gegn Leicester.
,,Leikmennirnir sem fengu frí notuðu þann tíma í að undirbúa sig. Þeir sem fóru á HM gátu hvílt sig og undirbúið sig fyrir þetta augnablik.“
,,Ég er að tala um sjálfan mig og aðra sem fóru á HM. Um leið og mótinu lauk þá fór hugur minn hingað og það sem var næst á dagskrá.“