fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Arnar var mögulega í of góðum liðum

433
Laugardaginn 3. september 2022 21:00

Arnar gerði frábæra hluti í Víkinni. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, var fyrsti gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó sem hóf göngu sína að nýju eftir sumarfrí. Íþróttavikan er á dagskrá á föstudögum á Hringbraut.

Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, var á sínum stað en þeir félagar fóru yfir fréttir vikunnar meðal annars.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings skrifaði undir framlengingu á sínum samning í vikunni en Hörður á von á því að erlend lið banki á dyrnar eftir næsta tímabil.

„Hann klárar þetta og næsta tímabil. Hann er í dauðafæri að verða bikarmeistari þriðja árið í röð. Ég held að Guðjón Þórðarson hafi náð fjórum á sínum ferli. Hann er búinn að gera Víking að stórveldi sem það hafði ekki verið í 30 plús ár. Hann er búinn að vekja risa,“ sagði Hörður.

Arnar er vel tengdur út í hinum stóra fótboltaheimi og átti glæstan feril sem fótboltamaður. „Til að byrja með vil ég nú segja að ég vona að hann nái ekki sínum markmiðum,“ sagði Aron léttur.

„Hann átti frábæran feril og var kannski í of góðum liðum. Ef hann hefði verið í Nörrköping í fimm ár þá væri örugglega búið að bjóða honum starfið þar. En ég er ekki að sjá hvað sé að standa í vegi fyrir Arnari ef hann heldur þessu striki áfram þá verður hann ekki lengi hér heima.“

Hörður benti á að bróðir hans væri umboðsmaður og það séu hæg heimatökin. „Þeir Bjarki og Aggi eru inn í Stellar sem er stór skrifstofa sem hjálpar líka. Svo talar árangurinn sínu máli. Svona fótbolta spila ég og hér eru titlarnir.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fara fram á gjaldþrot

Fara fram á gjaldþrot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íhugar að heimsækja Trent til að segja honum hvað hann þarf að bæta

Íhugar að heimsækja Trent til að segja honum hvað hann þarf að bæta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk
433Sport
Í gær

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar
433Sport
Í gær

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla
Hide picture