fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Eiður Smári og félagar til umræðu – „Þetta er óraunverulegt að mörgu leyti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 11:30

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþáttur 433.is er snúinn aftur eftir sumarfrí. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavík, er fyrsti gestur. FH var til að mynda til umræðu í þættinum, en liðið mætir einmitt Víkingi í bikarúrslitaleik á laugardag.

FH hefur átt í miklum vandræðum í Bestu deildinni í sumar og eru í fallsæti nú þegar henni hefur verið skipt upp. Það hefur þó verið aðeins bjartara yfir í Hafnarfirðingum upp á síðkastið.

Arnar hefur miklar mætur á Eiði Smára Guðjohnsen, þjálfara FH og Sigurvini Ólafssyni, aðstoðarmanni hans.

„Þetta eru engir jólasveinar. Eiður er einn af okkar ástsælustu leikmönnum og var undir stjórn færustu þjálfara í heiminum. Þessir menn kunna eitthvað fyrir sér í faginu. Það er annar bragur á FH-liðinu. Þeir eru orðnir þéttari og eru ekki að leka eins mikið af mörkum.“

Arnar viðurkennir þó að honum finnist skrýtið að sjá stórt félag eins og FH í þessari stöðu.

„Þetta er óraunverulegt að mörgu leyti. Þú ert allt í einu kominn í þá stöðu að þú ert mikið að horfa aftur fyrir öxlina á þér. Þetta er óþægileg staða, alveg sama hversu góður þú ert í fótbolta.

Þetta er mjög flottur leikmannahópur, en svo spilar mikið inn í. Þessi hefð félagsins að vera alltaf á toppnum getur verið sligandi fyrir leikmenn.“

Arnar telur þó að gengi liðanna í deildinni skipti engu í bikarúrslitaleiknum.

„Þú getur ýtt deildinni til hliðar. Þetta er ný keppni og allt í einu tækifæri á að komast í Evrópu líka.“

Hér að neðan má sjá sjónvarpsþátt 433.is í heild, en hann er á dagskrá öll mánudagskvöld.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Yfirgefur Breiðablik fyrir FH

Yfirgefur Breiðablik fyrir FH
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga
433Sport
Í gær

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
Hide picture