fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Romano þvertekur fyrir sögusagnirnar – Enginn frá Arsenal haft samband

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. september 2022 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur vakið töluverða athygli síðustu daga er framherjinn Dusan Vlahovic var orðaður við lið Arsenal.

Það er ekki langt síðan Vlahovic gekk í raðir Juventus en hann kom til liðsins frá Fiorentina og hefur staðið sig vel í Túrin.

Nýlega voru orðrómar um að Arsenal ætlaði sér að fá Vlahovic í janúar en það eru kjaftasögur.

Það segir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano en hann er einn af þeim virtustu þegar kemur að félagaskiptamarkaðnum.

,,Eins og staðan er þá er ekkert á milli Arsenal og Dusan Vlahovic. Við getum ekki spáð í framtíðina en eins og er þá er ekkert samband þarna á milli,“ sagði Romano.

,,Vlahovic er mikilvægur leikmaður fyrir Juventus og þeir borguðu yfir 75 milljónir evra fyrir hann, þetta er afskaplega ólíklegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt