fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Áhorfendamet verður sett í Lundúnum á morgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2022 17:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búist við því að met verði sett í áhorfendafjölda í ensku Ofurdeildinni, efstu deild kvenna, á morgun þegar Arsenal tekur á móti Tottenham á Emirates-vellinum í Lundúnum.

Um erkifjendaslag er að ræða. Leikurinn er liður í annari umferð Ofurdeildarinnar, en bæði lið unnu leiki sína í fyrstu umferð.

Metið á leik í Ofurdeildinni nú er 38.262. Kom það einmitt í leik þessara liða á heimavelli Tottenham árið 2019.

Það er ljóst að metið verður slegið og rúmlega það á morgun. Í gær var greint frá því að yfir 50 þúsund miðar væru seldir.

Emirates-völlurinn tekur rétt rúmlega 60 þúsund manns og verður því svo gott sem uppselt á leikinn á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 12:30 á morgun að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM
433Sport
Í gær

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Í gær

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans