fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Nýjar fregnir af máli Gylfa – Mörgum spurningum enn ósvarað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. september 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar er enn til rannsóknar hjá lögreglu í Bretlandi. Fjórtán mánuðir eru liðnir frá handtöku kappans, en hann var settur í farbann í kjölfarið. Það var svo ítrekað framlengt, þar til í sumar.

Fréttastofa RÚV sendi fyrirspurn til lögreglunnar í Manchester en fékk þau svör að hún myndi aðeins tjá sig um málið þegar ljóst er hvort ákæra verði gefin út á hendur Gylfa eða málið látið niður falla.

Lögreglan hefur ekkert viljað gefa upp við fjölmiðla frá því trygging Gylfa átti að renna út í júlí.

Samkvæmt nýjum tíðindum og svari lögreglunnar við fyrirspurn RÚV er mál Gylfa því enn á borði lögreglu. Í svarinu er ekki tekið fram hvort leikmaðurinn sé enn í farbanni eða ekki.

Gylfi er samningslaus eftir að samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út í sumar.

Hann sást opinberlega í fyrsta sinn í eitt ár er hann fylgdist með íslenska kvennalandsliðinu á EM í Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad