fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Elskaði að spila á Íslandi og væri til í að koma aftur – Horfir til Bestu deildarinnar

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 10:12

Marciano Aziz er í liðinu, enda kom hann frábærlega inn í lið Aftureldingar. Mynd: Afturelding

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marciano Aziz fór á kostum með liði Aftureldingar á seinni hluta tímabils í Lengjudeild karla. Hann er opinn fyrir því að snúa aftur til Íslands á næstu leiktíð.

Belginn skoraði tíu mörk í jafnmörgum leikjum með Aftureldingu á leiktíðinni.

Aziz er í eigu Eupen í Belgíu, þar sem hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Hann hefur nú snúið aftur þangað eftir lánssamning hjá Aftureldingu.

Bjarki Már Ólafsson hjá Stirr Associates, umboðsskrifstofu leikmannsins, segir hann mjög opinn fyrir því að snúa aftur til Íslands á næstu leiktíð.

„Við erum að skoða þá möguleika sem eru uppi á borði fyrir janúar. Hann er opinn fyrir því að fara aftur til Íslands og vill spila aftur á Íslandi. Honum leið rosalega vel í Aftureldingu,“ segir Bjarki við 433.is.

Þó svo að Aziz hafi notið sín í botn hjá Aftureldingu vill hann næst taka skrefið upp í efstu deild á Íslandi.

„Hugur hans er að spila í efstu deild á Íslandi. Hann var mjög ánægður með þessa reynslu og þetta var það sem hann þurfti á þessum tímapunkti. Nú telur hann að tími sé kominn til að taka næstu skref á sínum ferli. Ef honum býðst tækifæri til að spila í efstu deild á Íslandi væri það eitthvað sem hann væri mjög opinn fyrir,“ segir Bjarki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton