fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Sævar Atli hetjan í ótrúlegri endurkomu

Victor Pálsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 21:05

Freyr Alexandersson og Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby, Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Atli Magnússon reyndist hetja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið spilaði við Midtjylland.

Sævar Atli er eini íslenski leikmaður Lyngby en þjálfari liðsins er þá Freyr Alexandersson.

Framherjinn kom inná sem varamaður í síðari hálfleik og gerði jöfnunarmark Lyngby þegar stutt var eftir.

Endurkoman var frábær hjá Lyngby í kvöld en liðið var 3-0 undir þegar 32 mínútur voru komnar á klukkuna í leik sem lauk með 3-3 jafntefli.

Elías Rafn Ólafsson var í marki Midtjylland og fékk á sig fjögur mörk að Þessu sinni.

Í hinum leik kvöldsins áttust við Horsens og Randers þar sem Aron Sigurðarson byrjaði fyrir það fyrrnefnda.

Horsens tapaði sínum fyrsta leik í sumar en Randers hafði betur, 1-0.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Í gær

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Í gær

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Í gær

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 2 dögum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina