fbpx
Mánudagur 15.ágúst 2022
433Sport

Gummi Ben ræddi málefni sonarins – „Sem íþróttamaður getur þú ekki verið að spá í það“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 12:00

Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson er gestur í nýjasta þætti Chess After Dark. Þar var sonur hans, Albert Guðmundsson, meðal annars til umræðu.

Albert gekk í raðir Genoa í janúar frá AZ Alkmaar. Hann lék með liðinu í Serie A seinni hluta síðustu leiktíðar en undir lok hennar fékk Genoa niður í B-deild.

Guðmundur var spurður að því hvort hann teldi skrefið hafa verið rétt. „Því verður aldrei svarað. Sem íþróttamaður getur þú ekki verið að spá í það. Þú þarft bara að vera í núinu,“ svarar hann.

Albert Guðmundsson / Getty Images

„Hann fékk að spila í Serie A, sem fáir fá að upplifa. Þeir féllu og ég vona að þeir fari bara beint upp aftur. Ég hef trú á því að hann geti átt býsna gott tímabil þar.“

Guðmundur telur ólíklegt að Albert fari annað, þrátt fyrir að Genoa leiki í B-deild á komandi leiktíð.

„Það hefur alveg verið áhugi, einhverjar þreyfingar. En ég held og vona að hann verði bara þarna. Það er mikill metnaður í Genoa að fara beint upp. Það er mikið lagt í þetta hjá þeim, eru með mjög efnaða eigendur. Ég hef trú á því að það gætu verið góðir tímar framundan hjá Genoa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spánn: Real byrjar tímabilið á sigri

Spánn: Real byrjar tímabilið á sigri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnaði Tottenham í fyrra en útskýrir ákvörðun sumarsins

Hafnaði Tottenham í fyrra en útskýrir ákvörðun sumarsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Baulað hressilega á Eriksen í gær

Baulað hressilega á Eriksen í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einkunnir Chelsea og Tottenham – Tveir fá átta

Einkunnir Chelsea og Tottenham – Tveir fá átta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Chelsea og Tottenham skildu jöfn – Dramatík í blálokin

Enska úrvalsdeildin: Chelsea og Tottenham skildu jöfn – Dramatík í blálokin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Silva virðist kveðja Man City með nýrri færslu

Silva virðist kveðja Man City með nýrri færslu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Nýliðarnir unnu West Ham

Enska úrvalsdeildin: Nýliðarnir unnu West Ham
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Chelsea og Tottenham – Cucurella byrjar

Byrjunarlið Chelsea og Tottenham – Cucurella byrjar