fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Fullyrða að Man Utd ætli að reyna einu sinni enn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United mun, samkvæmt spænska blaðinu Sport, gera enn eina tilraunina til að reyna að landa Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona.

De Jong hefur verið mikið orðaður við Man Utd í allt sumar. Börsungar eru til í að selja leikmanninn en skulda honum hins vegar laun. Félagið er í gífurlegum fjárhagsvandræðum og þarf helst að selja leikmanninn.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, vann með de Jong hjá Ajax á árum áður og kann virkilega vel við hann.

Sport segir að ten Hag telji sig hafa sannfært leikmanninn um að koma til Man Utd og því sé bjartsýni á að samningar náist.

Man Utd olli gífurlegum vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í sjötta sæti, langt frá sæti í Meistaradeild Evrópu. Ten Hag reynir nú að byggja upp nýtt og betra lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla