fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Lögreglan aðvarar Ronaldo vegna framkomu í garð einhverfs stráks – Móðirinn birti mynd af áverkum

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur fengið aðvörun frá lögreglu eftir atvik sem átti sér stað eftir leik Manchester United og Everton í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Ronaldo var pirraður eftir 1-0 tap. Þegar leikmenn gengu af velli virtist Ronaldo slá einhverju frá sér. Það var síðar staðfest að það var sími hins 14 ára gamla Jacob.

„Hann er svo leiður yfir þessu og hann vill ekki fara aftur á leik. Þetta var fyrsti leikurinn sem hann fer á og þetta gerist. Þetta var frábær dagur alveg fram að þessu. Þetta eyðilagði daginn og skilur okkur eftir með óbragð í munni,“ sagði móðir drengsins á sínum tíma. Áverka mátti sjá á höndum Jacob.

„Það var ráðist á einhverfan dreng af knattspyrnumanni. Þannig sé ég þetta sem móðir.“

Ronaldo hefur nú hlotið aðvörun frá lögreglu, auk þess sem hann hefur samþykkt að greiða drengnum skaðabætur.

Hér má sjá áverka drengsins eftir atvikið, sem móðir hans birti í vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta