fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Besta deildin: Damir sá rautt er Blikar fengu stig í stórleiknum – Fram burstaði Leikni

Victor Pálsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 21:13

Damir Muminovic. Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleik kvöldsins í Bestu deild karla lauk með 1-1 jafntefli en Breiðablik og Víkingur Reykjavík áttust við í Kópavogi.

Veðrið var gott og mætingin frábær í kvöld en tæplega 2000 manns sáu leik tveggja skemmtilegra liða.

Blikar tóku forystuna í kvöld með marki frá Sölva Snæ Guðbjargarsyni en Danijel Dejan Djuric sá um að jafna fyrir gestina.

Þeir grænklæddu kláruðu leikinn manni færri en Damir Muminovic fékk að líta tvö gul spjöld og svo rautt á 79. mínútu.

Breiðablik er enn á toppnum með 39 stig, sex stigum á undan KA sem er í öðru sæti. Víkingur er sæti neðar með 31 en á leik til góða.

Fram vann þá öruggan sigur á Leikni Reykjavík á sama tíma og hafði betur 4-1 á heimavelli.

Fram er með 22 stig í 8. sæti deildarinnar en Leiknismenn í fallsæti með aðeins tíu.

Breiðablik 1 – 1 Víkingur R.
1-0 Sölvi Snær Guðbjargarson (’45)
1-1 Danijel Dejan Djuric (’62)

Fram 4 – 1 Leiknir R.
1-0 Magnús Þórðarson (‘9)
2-0 Brynjar Gauti Guðjónsson (’50)
2-1 Emil Berger (’59, víti)
3-1 Guðmundur Magnússon (’64)
4-1 Albert Hafsteinsson (’66)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Í gær

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Í gær

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“