fbpx
Laugardagur 01.október 2022
433Sport

Besta deildin: Damir sá rautt er Blikar fengu stig í stórleiknum – Fram burstaði Leikni

Victor Pálsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 21:13

Damir sá rautt. Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleik kvöldsins í Bestu deild karla lauk með 1-1 jafntefli en Breiðablik og Víkingur Reykjavík áttust við í Kópavogi.

Veðrið var gott og mætingin frábær í kvöld en tæplega 2000 manns sáu leik tveggja skemmtilegra liða.

Blikar tóku forystuna í kvöld með marki frá Sölva Snæ Guðbjargarsyni en Danijel Dejan Djuric sá um að jafna fyrir gestina.

Þeir grænklæddu kláruðu leikinn manni færri en Damir Muminovic fékk að líta tvö gul spjöld og svo rautt á 79. mínútu.

Breiðablik er enn á toppnum með 39 stig, sex stigum á undan KA sem er í öðru sæti. Víkingur er sæti neðar með 31 en á leik til góða.

Fram vann þá öruggan sigur á Leikni Reykjavík á sama tíma og hafði betur 4-1 á heimavelli.

Fram er með 22 stig í 8. sæti deildarinnar en Leiknismenn í fallsæti með aðeins tíu.

Breiðablik 1 – 1 Víkingur R.
1-0 Sölvi Snær Guðbjargarson (’45)
1-1 Danijel Dejan Djuric (’62)

Fram 4 – 1 Leiknir R.
1-0 Magnús Þórðarson (‘9)
2-0 Brynjar Gauti Guðjónsson (’50)
2-1 Emil Berger (’59, víti)
3-1 Guðmundur Magnússon (’64)
4-1 Albert Hafsteinsson (’66)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Arsenal vann grannaslaginn í London

Enska úrvalsdeildin: Arsenal vann grannaslaginn í London
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska: Kepa áfram í marki Chelsea

Byrjunarliðin í enska: Kepa áfram í marki Chelsea
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirgaf Man City vegna Guardiola – ,,Nú er ég frjáls“

Yfirgaf Man City vegna Guardiola – ,,Nú er ég frjáls“
Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bróðir Arnars Þórs stoltur af honum og skýtur á KSÍ – „Aðdáunarvert hvernig hann hefur tæklað þessa gagnrýni“

Bróðir Arnars Þórs stoltur af honum og skýtur á KSÍ – „Aðdáunarvert hvernig hann hefur tæklað þessa gagnrýni“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bull að stuðningsmenn United hafi komið í veg fyrir skiptin – Áhugi sumarsins staðfestur

Bull að stuðningsmenn United hafi komið í veg fyrir skiptin – Áhugi sumarsins staðfestur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Konate byrjaður að æfa á fullu

Konate byrjaður að æfa á fullu
433Sport
Í gær

Mættur aftur undir stýri eftir að hafa sýnt af sér vítavert kæruleysi á fleygiferð

Mættur aftur undir stýri eftir að hafa sýnt af sér vítavert kæruleysi á fleygiferð
433Sport
Í gær

Jesus á tæpasta vaði í stórleik morgundagsins

Jesus á tæpasta vaði í stórleik morgundagsins