fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
433Sport

Breytt fyrirkomulag í deildarkeppnum á næsta ári – Fimmta og utandeild verða til

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 14:30

Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ársþingi KSÍ var samþykkt breytt fyrirkomulagi í keppni neðstu deilda karla frá og með keppnistímabilinu 2023. Í stað núverandi 4. deildar kemur ný 4. deild með 10 liðum og ný 5. deild með 16 liðum í tveimur 8 liða riðlum. Önnur lið leika í Utandeildarkeppni KSÍ.

Í 4. deild karla 2023 verður leikin tvöföld umferð þar sem hvert lið leikur tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. Tvö neðstu liðin í 4. deild færast næsta leikár niður í 5. deild og tvö efstu liðin í 4. deild færast næsta leikár upp í 3. deild.

4. deild karla 2023 verður skipuð eftirfarandi liðum:

Félögin tvö sem falla úr 3. deild karla 2022 (2 félög).
Öll þau félög sem lenda í fyrsta og öðru sæti í riðlakeppni 4. deildar 2022, að frádregnum félögunum tveimur sem flytjast í 3. deild 2023, sem verða þau félög sem lenda í fyrsta og öðru sæti í úrslitakeppni 4. deildar 2022 (8 félög).
5. deild karla

Í nýrri 5. deild karla 2023 spila 16 lið í tveimur 8 liða riðlum. Leikin verður tvöföld umferð þar sem hvert lið leikur tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. Stjórn KSÍ, eftir tillögu frá mótanefnd KSÍ, skiptir félögum í riðla. Að lokinni hefðbundinni tvöfaldri umferð í hvorum riðli verður leikin úrslitakeppni tveggja efstu liða í hvorum riðli.

Þau tvö lið sem sigra undanúrslitaviðureign sína leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil 5. deildar og færast næsta leikár upp í 4. deild karla. Neðsta liðið í hvorum riðli 5. deildar færist næsta leikár niður í Utandeild KSÍ.

5. deild karla 2023 verður skipuð eftirfarandi liðum (16 félög):

Öll þau félög sem lenda í 3. sæti í A, B, C, D og E riðli 4. deildar 2022 (5 félög).
Öll þau félög sem lenda í sætum 4, 5 og 6 í A, B og C riðlum 4. deildar 2022 (9 félög).
Sigurvegari úr:
– Umspili þeirra félaga sem lenda í 4. sæti D riðils og 5. sæti E riðils 4. deildar 2022.

-Umspili þeirra félaga sem lenda í 4. sæti E riðils og 5. sæti D riðils 4. deildar 2022.

-Leiknir verða tveir leikir, heima og heiman. Þar mætast:

Fyrri leikur: E5 – D4 og D5 – E4

Seinni leikur: D4 – E5 og E4 – D5

Utandeild KSÍ

Í Utandeild KSÍ leika þau félög sem ekki komast í Íslandsmót KSÍ. Stjórn KSÍ ákveður keppnisfyrirkomulag í Utandeild KSÍ ár hvert þegar þátttaka liggur fyrir. Tvö efstu liðin í Utandeild KSÍ færast næsta leikár upp í 5. deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu þegar Íslandsmeistaraskjöldurinn fór á loft í fyrsta sinn

Sjáðu þegar Íslandsmeistaraskjöldurinn fór á loft í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hálfleikur í úrslitaleiknum – Sjáðu mörkin

Hálfleikur í úrslitaleiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Martinez ætti að halda sig frá Haaland á morgun

Martinez ætti að halda sig frá Haaland á morgun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Lennon og Kristinn Freyr á bekknum – Enginn Nikolaj Hansen

Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Lennon og Kristinn Freyr á bekknum – Enginn Nikolaj Hansen
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pabbi Haaland tjáir sig – Man Utd kom aldrei til greina

Pabbi Haaland tjáir sig – Man Utd kom aldrei til greina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum Grindvíkingur móðgaði goðsögnina Ferguson – ,,Hann vildi ekki horfa á mig“

Fyrrum Grindvíkingur móðgaði goðsögnina Ferguson – ,,Hann vildi ekki horfa á mig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ásökuð um að vera alveg sama um skilnaðinn – ,,Er lausnin að birta klámfengnar myndir? Þú átt börn“

Ásökuð um að vera alveg sama um skilnaðinn – ,,Er lausnin að birta klámfengnar myndir? Þú átt börn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tómas skaut á FH fyrir framan Davíð – „Það er enginn að vakna núna“

Tómas skaut á FH fyrir framan Davíð – „Það er enginn að vakna núna“