fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Freyr býr í Kaupmannahöfn og ræddi atburðinn hræðilega í Field’s – „Allir þekkja einhvern sem var nálægt þessu“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 11:55

Freyr Alexandersson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í Danmörku, er í viðtali við Fréttablaðið í dag. Þar fer hann yfir víðan völl.

Freyr kom Lynbgy upp í dönsku úrvalsdeildina á sínu fyrstu leiktíð með Lyngby í fyrra. Hann tók við liðinu í B-deildinni. Hann segir ærið verkefni framundan í efstu deild. „Það er mjög stórt stökk á milli deilda, svo er enn meira stökk á milli efstu liðanna í úrvalsdeildinni og liðanna þar á eftir. Það eru mikil skil á milli liðanna í deildinni, það sést best á rekstri félaganna. Við erum á þeim stað að við erum ekkert að versla mikið á markaðnum. Það er mitt starf sem þjálfari að gera leikmennina betri og sækja svo leikmenn úr góðu unglingastarfi félagsins. Við höfum bætt við tveimur leikmönnum og spurning hvort þeir verði 1-2 í viðbót. Það þarf að vera á réttum forsendum og helst einhver með reynslu.“

Það var draumur að fara upp á sínu fyrsta tímabili. „Þetta fyrsta tímabil var algjör draumur, í byrjun var ekki nein pressa á það að fara upp en þegar það gekk vel þá kom pressan og ég naut hennar. Ég þurfti að byggja upp nýtt lið og það gekk hraðar en við áttum von á. Það skemmtilegasta í starfi þjálfarans er að sjá leikmenn bæta sig og liðið verða betra, svo skemmir ekki að sigrar fylgi með í kjölfarið. Þetta hafa verið draumamánuðir fyrir mig persónulega.“

Freyr og fjölskylda hans nýtur lífsins í Danmörku í botn. Þau eru ekki á leið þaðan á næstunni en Freyr skrifaði undir nýjan samning við Lyngby. „Okkur líður vel, þetta er spennandi klúbbur að vinna fyrir. Þetta er frábær staður, við erum rétt fyrir utan miðbæ Kaupmannahafnar. Danskur fótboltakúltúr er frábær og þegar maður er kominn inn í hann reynir maður að sjúga allt í sig, það finnst mér spennandi. Ég vil ekki fara frá Danmörku nema að það komi eitthvað stórkostlegt. Klúbburinn vildi ró og ég vildi ró, það var því ekkert annað í stöðunni en að skrifa undir nýjan samning.“

Íbúar Danmerkur urðu fyrir miklu áfalli á dögunum þegar 22 ára gamall maður framdi skotárás í verslunarmiðstöðinni Field’s á sunnudag. „Það eru allir klárlega slegnir og maður finnur það, fólk talar mikið þetta. Þetta er hræðilegur atburður, allir þekkja einhvern sem var nálægt þessum stað á þessum tíma. Þetta er harmleikur og maður verður þess var að þetta hefur áhrif á þjóðina,“ segir Freyr við Fréttablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni