fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Guardiola spyr um veðrið á Ítalíu – Eigendur Man City keyptu ítalskt félag

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gæti unnið fyrir lið Palermo einn daginn segir stjórnarformaður félagsins, Ferran Soriano.

Soriano er stjórnarformaður eigendafélags Man City sem hefur nú fest kaup á Palermo í ítölsku B-deildinni.

Þetta er 12. félagið sem félagið festir kaup á en Man City er það besta og eitt það allra besta í Evrópu.

Guardiola hefur spurt út í veðrið í Palermo og hver veit hvort hann haldi til landsins einn daginn.

Guardiola hefur aldrei þjálfað á Ítalíu en hefur reynt fyrir sér á Spáni, í Þýskalandi og Englandi.

,,Hann spyr hvort það sé sól í Palermo. Kannski mun hann vinna hérna einn daginn,“ sagði Soriano.

,,Hann þekkir alla okkar starfsemi og þekkir ítalska boltann líka vel. Eins og aðrir þá er hann spenntur fyrir verkefninu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“