fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Hazard í nýju hlutverki á Spáni?

Victor Pálsson
Mánudaginn 4. júlí 2022 20:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard gæti leyst nýtt hlutverk hjá Real Madrid á næstu leiktíð ef marka má heimildir spænska blaðsins AS.

Hazard hefur alls ekki náð að sýna sitt besta í Madríd eftir að hafa gengið í raðir liðsins frá Chelsea árið 2019.

Síðan þá hefur Hazard misst af alls 57 leikjum aðallega vegna meiðsla sem hafa sett stórt strik í reikninginn.

Samkvæmt AS þá ætlar Carlo Ancelotti að nota Hazard í fremstu víglínu í vetur og mun hann spila í svokallaðri falskri níu.

Það verður þó aðallega gert í fjarveru Karim Benzema en Hazard mun ekki koma inn í tímabilið með fast byrjunarliðssæti og langt því frá.

Hazard er orðinn 31 árs gamall og er á síðasta séns að sanna sig á Santiago Bernabeu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla