fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Rúnar: Hann hefur sennilega aldrei spilað þarna áður

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 21:35

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik liðsins við Val í Bestu deild karla.

Rúnar vildi fá meira en eitt stig úr leik kvöldsins og segir að jafntefli hafi ekki verið sanngjörn niðurstaða að lokum.

Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en KR þurfti að gera töluverðar breytingar í kvöld vegna meiðsla leikmanna.

,,Nei. Við þurftum að skora fleiri mörk en Valur,“ sagði Rúnar um hvort jafnteflið gæfi rétta mynd af leiknum.

,,Við höfðum getað skorað annað mark í fyrri hálfleik, við sköpuðum mikið og áttum dauðafæri og Fredrik Schram ver stórglæsilega frá Halli Hanssyni. Við þurfum að nýta færin betur og koma okkur í þægilegri stöðu. Við létum mark þeirra undir lok fyrri hálfleiks ekkert á okkur fá.“

,,Ég er ótrúlega stoltur af liðinu, við þurfum að setja Þorstein Má í bakvörð, hann hefur sennilega aldrei spilað það áður og þurftum að færa Grétar af miðjunni og setja Pálma inn og Kennie útaf, það er dálítið mikið fyrir okkur. Það riðlaði aðeins okkar leik en menn komu inn og stóðu sig ofboðslega vel.“

,,Þetta var opinn leikur, tvö lið sem vildu ná í sigur. Þetta var fram og til baka og fullt af flottum mörkum í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson