fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Lögreglan veit ekki næstu skref í máli Gylfa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. júlí 2022 12:00

Benitez og Gylfi Þór Sigurðsson störfuðu saman hjá Everton. Mynd/Everton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Manchester veit ekki hver næstu skref í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar verða. Þetta segir hún í svari við fyrirspurn 433.is.

Gylfi var handtekinn fyrir ári síðan, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann hefur síðan verið laus gegn tryggingu og í ferðabanni frá Englandi. Tryggingin rann út á laugardag.

„Eins og áður hefur komið fram er trygging hans á enda og eins og staðan er núna vitum við ekki hver næstu skref verða,“ segir í svari lögreglunnar.

Gylfi Þór er nú án félags en samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út um síðustu mánaðarmót. Gylfi er 32 ára gamall en hann hefur verið í atvinnumennsku í fótbolta í 17 ár.

Hann lék ekkert með Everton á síðustu leiktíð eftir að lögreglan í Manchester hóf rannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye