fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
433Sport

Fyrstu kaup Ten Hag á Old Trafford eru klár

Victor Pálsson
Föstudaginn 1. júlí 2022 18:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrell Malacia eru fyrstu kaup Erik ten Hag hjá Manchester United en hann kemur til félagsins frá Feyenoord.

Fabrizio Romano staðfestir þessar fregnir í kvöld en Malacia hefur mikið verið orðaður við Man Utd undanfarna daga.

Enska félagið borgar 15 milljónir evra fyrir Malacia sem var á óskalista annarra liða. Tvær milljónir geta svo bæst við ofan á það.

Malacia er 22 ára gamall vinstri bakvörður og hefur spilað tæplega 100 deildarleiki fyrir Feyenoord á fimm árum.

Hann er einnig hollenskur landsliðsmaður og hefur leikið fimm leiki fyrir þjóð sína.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kristján Óli hjólar í Víking yfir stóra boltasækjara-málinu – „Þetta er bara væl og skæl“

Kristján Óli hjólar í Víking yfir stóra boltasækjara-málinu – „Þetta er bara væl og skæl“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lára Kristín galopnar sig um matarfíknina og sínar myrkustu stundir – „Tróð því ruslatunnulyktandi brauðstöngunum í mig“

Lára Kristín galopnar sig um matarfíknina og sínar myrkustu stundir – „Tróð því ruslatunnulyktandi brauðstöngunum í mig“