fbpx
Fimmtudagur 30.júní 2022
433Sport

Kári ræddi fyrri hálfleikinn – „Erum að spila við Albaníu, ekki Frakkland“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 6. júní 2022 19:49

Hörður Björgvin í leiknum í gærkvöldi Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er hálfleikur í leik Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni. Leikið er á Laugardalsvelli. Gestirnir leiða 0-1. Markið skoraði Taulant Seferi.

Kári Árnason og Rúrík Gíslason, fyrrum landsliðsmenn, eru sérfræðingar Viaplay á leiknum og gerðu upp fyrri hálfleikinn.

„Þetta leit ágætlega út í byrjun leiks. Mér fannst Andri Lucas ferskur og koma með ákveðin gæði. Arnór var sprækur,“ sagði Kári. „Svo taka Albanir bara yfir, sérstaklega rétt áður en þeir skora og út fyrri hálfleikinn.“

Seferi skoraði markið á 30. mínútu en hann fylgdi eftir skoti Amir Abrashi og skoraði af stuttu færi. „Bakvörðurinn verður að fara út í kantmanninn. Bakvörðurinn verður að fara út í kantmanninn. Bakverðirnir eru að styðja alltof mikið við miðverðina okkar,“ sagði Rúrik.

„Við erum að spila við Albaníu, þetta er ekki Frakkland,“ skaut Kári inn í.

Einhverjir hafa sett spurningamerki við Rúnar Alex Rúnarsson, markvörð Íslands, í markinu. „Ég veit ekki hvort Rúnar geti gert betur. Það er erfitt að meta það,“ sagði Kári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndir af Lewandowski og Xavi vekja mikla athygli – ,,Svikari“

Myndir af Lewandowski og Xavi vekja mikla athygli – ,,Svikari“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hólmbert óstöðvandi í norska bikarnum

Hólmbert óstöðvandi í norska bikarnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Inter staðfestir komu Lukaku

Inter staðfestir komu Lukaku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir miðverðir munu semja við Chelsea

Tveir miðverðir munu semja við Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland með fínan sigur í eina æfingleiknum fyrir EM

Ísland með fínan sigur í eina æfingleiknum fyrir EM
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal og United berjast um sama bitann

Arsenal og United berjast um sama bitann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Högg í maga Liverpool og Manchester United

Högg í maga Liverpool og Manchester United
433Sport
Í gær

Almarr mættur í Fram frá Val

Almarr mættur í Fram frá Val