fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Coehlo seldur frá Vestra til Litháen – „Frábært tækifæri fyrir hann”

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. júní 2022 11:50

Diogo Coelho. Mynd: Viðburðarstofa Vestfjarða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalski vinstri-bakvörðurinn Diogo Coelho hefur verið seldur frá Lengjudeildarliði Vestra til FK Suduva sem spilar í efstu deild í Litháen. Þetta staðfestir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra í samtali við 433.is.

Diogo gekk til liðs við Vestra árið 2020 og Gunnar Heiðar segir félagið hafa ákveðið að standa ekki í vegi fyrir leikmanninum þegar að þetta tækifæri stóð honum til boða. „Hann er að fara í félag sem tekur þátt í Evrópukeppni, eitt af toppliðinum í Litháen. Þetta er frábært tækifæri fyrir hann,” segir Gunnar Heiðar.

Vestri er því í leit að vinstri bakverði til þess að fylla upp í skarð Diogo. „Þetta sýnir okkur að það eru stærri félög út í heimi sem eru að fylgjast með leikmönnum Vestra og því sem við erum að gera. Virkilega jákvætt fyrir klúbbinn okkar. Við förum nú á fullt í það núna að finna arftakann og viljum helst fá Íslending sem er tilbúinn að koma vestur og halda áfram að þróa sig áfram sem knattspyrnumaður. Að njóta sumarsins á Ibizafirði er aldrei slæm hugmynd.“

Það hefur lifnað yfir liði Vestra undanfarið og er liðið í sjötta sæti Lengjudeildarinnar með tólf stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“