fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
433Sport

Lætur af störfum vegna ásakana um gróft heimilisofbeldi

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 08:54

Ryan Giggs. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Giggs hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari Wales. Hann er sakaður um gróft heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. Réttarhöld yfir honum fara ekki fram fyrr en í ágúst og telur Giggs þau óþarfa truflun í undirbúningi Wales fyrir Heimsmeistaramótið í nóvember.

Robert Page mun því halda áfram að stýra velska liðinu. Hann hefur stigið inn í fjarveru Giggs.

Lögregla var kölluð til á heimili Giggs og Greville í úthverfi Manchester í nóvember 2020 og var Giggs handtekinn á heimili sínu. Greville sakar hann um gróft líkamlegt ofbeldi.

Ensk blöð segja að lætin þeirra á milli hafi byrjað þegar hún ásakaði Giggs um að vera að halda framhjá sér og að konurnar væru tvær sem hann væri að hitta.

Framhjáhald væri ekki nýtt af nálinni í lífi Giggs. Giggs og Greville hafa verið saman síðustu ár en Giggs gekk í gegnum skilnað árið 2013 eftir að upp komst um framhjáhald hans til margra ára. Giggs hafði þá verið að sofa hjá eiginkonu bróður síns í átta ár.

Ensk blöð segja að Greville hafi komist í skilaboð í Ipad í eigu Giggs sem var tengdur við síma hans, þar gat hún skoðað skilaboð frá stelpum og er talað um að talsvert hafi verið daðrað í þeim skilaboðum. Greville þekkir konurnar, önnur starfar sem aðstoðarmanneskja knattspyrnumanna í London og hin er fyrirsæta sem býr nálægt þeim í Manchester.

Parið hafði verið að drekka saman í miðborg Manchester þegar þau komu heim á sunnudagskvöldi, ensk blöð segja sambandið hafa lengi staðið á bláþræði fyrir atvikið en Kate flutti út af heimilinu degi eftir meinta árás.

Sjálfur neitar Giggs ásökununum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Neymar mun ekki samþykkja að fara

Neymar mun ekki samþykkja að fara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefur sent persónuleg skilaboð á Raphinha

Hefur sent persónuleg skilaboð á Raphinha
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fínt fyrir íslenska liðið að mótinu hafi verið frestað – „Búnar að vaxa og verða betri“

Fínt fyrir íslenska liðið að mótinu hafi verið frestað – „Búnar að vaxa og verða betri“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einnar nætur gaman geti leitt til allt að sjö ára fangelsisdóms

Einnar nætur gaman geti leitt til allt að sjö ára fangelsisdóms
433Sport
Í gær

Leeds vill Traore eftir að Barcelona sparkaði honum

Leeds vill Traore eftir að Barcelona sparkaði honum
433Sport
Í gær

Man Utd undirbýr annað tilboð eftir að rúmum átta milljörðum var hafnað

Man Utd undirbýr annað tilboð eftir að rúmum átta milljörðum var hafnað