fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Færsla KR þar sem félagið kveður Sigurvin vekur athygli – „Kaldar kveðjur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. júní 2022 15:00

Sigurvin Ólafsson. Mynd: KV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR kvaddi í dag Sigurvin Ólafsson. Hann hafði verið aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins, auk þess að stýra KV í Lengjudeildinni.

Talið er að Sigurvin sé á leið í Kaplakrika þar sem hann mun starfa sem aðstoðarmaður Eiðs Smára Guðjohnsen hjá FH. Sá síðarnefndi var ráðinn aðalþjálfari Fimleikafélagsins í gær.

Það vakti athygli að í færslu KR þar sem félagið kvaddi Sigurvin stóð að hann hafi verið ráðgjafi meistaraflokks karla hjá félaginu. Fyrir rúmu ári síðan sagði hins vegar á heimasíðu KR að Sigurvin hafi verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari.

Netverjar hafa vakið athygli á þessu á Twitter í dag. Kristján Óli Sigurðsson, einn af meðlimum hlaðvarpsþáttarins Þungavigtarinnar, skrifar til að mynda: „Sá ráðgjafi. Kaldar kveðjur.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla