fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Sáttarfundur Guðjóns og Hermanns bar árangur – „Finnst þetta hafa verið blásið upp“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 08:25

Guðjón Pétur Lýðsson Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður ÍBV og Hermann Hreiðarsson þjálfari liðsins hafa náð sáttum. Frá þessu segir Guðjón í samtali við Fréttablaðið.

Það sauð upp úr á milli þeirra félaga fyrir tæpum tveimur vikum þegar Hermann tók Guðjón af velli í markalausu jafntefli gegn ÍA í Bestu deildinni. Guðjón var verulega ósáttur við ákvörðun Hermanns og lenti þeim saman.

Síðan þá hefur Guðjón verið í agabanni en núna hafa þeir félagar sest niður og leyst málið. „Ég og Hemmi erum búnir að takast í hendur og ná sáttum í þessu máli,“ segir Guðjón Pétur í samtali við Fréttablaðið í gær.

video
play-sharp-fill

Guðjón segir að málið sé þó stormur í vatnsglasi.

„Bara 100%. Ég er ekki fyrsti leikmaðurinn sem pirrast yfir því að vera tekinn af velli. Mér finnst þetta hafa verið blásið upp, stormur í vatnsglasi, en svo sem ekkert meira um það að segja. Nú er þetta bara búið og við keyrum á þetta,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Í gær

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Í gær

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
Hide picture