fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

FH að landa tveimur vænlegum bitum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 11:30

Lasse Petry þegar hann skrifaði undir hjá Valsmönnum í fyrra skiptið Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum 433.is eru FH-ingar langt komnir með að landa tveimur vænlegum bitum. Lasse Petry er á leið til félagsins frá HB Köge í Danmörku og þá er hinn ungi Davíð Snær Jóhannsson á leið til félagsins frá Lecce.

FH hefur undanfarna daga átt í viðræðum við báða aðila og samkvæmt heimildum þokast viðræðurnar vel áfram.

Ekki er öruggt að FH-ingar nái að ganga frá öllum lausum endum fyrir leik liðsins gegn Val á föstudag í Bestu deildinni.

Petry er samningsbundinn HB Köge í Danmörku eftir að hafa yfirgefið Val eftir sumarið 2020. Petry var magnaður á seinna tímabili sínu á Hlíðarenda.

Davíð Snær er 19 ára gamall miðjumaður sem yfirgaf Keflavík í janúar og fór til Lecce í janúar.

FH er með þrú stig eftir þrjár umferðir í Bestu deildinni og þarf á liðsstyrk að halda en hópurinn sem Ólafur Jóhanneson er með er þunnskipaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gerði Chelsea stór mistök í sumar? – Seldu Madueke og eyddu 120 milljónum punda til að fylla skarðið

Gerði Chelsea stór mistök í sumar? – Seldu Madueke og eyddu 120 milljónum punda til að fylla skarðið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum