fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

FH að landa tveimur vænlegum bitum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 11:30

Lasse Petry þegar hann skrifaði undir hjá Valsmönnum í fyrra skiptið Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum 433.is eru FH-ingar langt komnir með að landa tveimur vænlegum bitum. Lasse Petry er á leið til félagsins frá HB Köge í Danmörku og þá er hinn ungi Davíð Snær Jóhannsson á leið til félagsins frá Lecce.

FH hefur undanfarna daga átt í viðræðum við báða aðila og samkvæmt heimildum þokast viðræðurnar vel áfram.

Ekki er öruggt að FH-ingar nái að ganga frá öllum lausum endum fyrir leik liðsins gegn Val á föstudag í Bestu deildinni.

Petry er samningsbundinn HB Köge í Danmörku eftir að hafa yfirgefið Val eftir sumarið 2020. Petry var magnaður á seinna tímabili sínu á Hlíðarenda.

Davíð Snær er 19 ára gamall miðjumaður sem yfirgaf Keflavík í janúar og fór til Lecce í janúar.

FH er með þrú stig eftir þrjár umferðir í Bestu deildinni og þarf á liðsstyrk að halda en hópurinn sem Ólafur Jóhanneson er með er þunnskipaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi
433Sport
Í gær

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Í gær

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te