fbpx
Fimmtudagur 30.júní 2022
433Sport

Hjörvar hefði viljað sjá Arnar velja Þorleif – „Thor son of Odinn, eins og kaninn kallar hann“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 28. maí 2022 10:00

Hjörvar Hafliðason, umsjónarmaður Dr. Football

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðshópurinn var opinberaður í vikunni og var hann skeggræddur í íþróttavikunni með Benna Bó á föstudaginn. Hjörvar Hafliðason, doktor Football og íþróttastjóri Viaplay og Jóhann Már Helgason, íþróttaskríbent og sérfræðingur í þættinum sátu í settinu með Benedikt Bóas.

Rætt var um framherjana í liðinu en Hólmbert Aron Friðjónsson er með 2 mörk í landsliðstreyjunni.

video

Andri Lucas Guðjohnsen er einnig með 2 mörk, bróðir hans Sveinn Aron er með eitt mark og sagði umsjónarmaðurinn að þetta sé svolítið þunnt kaffi ef kaffi skyldi kalla.

„Ég hefði alltaf tekið Þorleif inn,“ sagði Hjörvar Hafliðason og átti við Þorleif Úlfarsson leikmann í MLS deildinni. „Líka upp á söguna og búa til fjör í kringum leikina. Það er ekkert hægt að skauta fram hjá því að umtalið hefur verið neikvætt og það hefði verið gaman að fá hann þarna inn. Thor son of Odinn, eins og kaninn kallar hann,“ bætti hann við.

Þorleifur skoraði frábært mark í MLS deildinni sem vakti mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem Íslendingur skorar í deildinni. Þeir Benedikt og Jóhann ræddu markið en Hjörvar benti á að Þorleifur hefði ofboðslegt sjálfstraust miðað við fagnið. „Að rífa sig úr treyjunni og taka á sig gula spjaldið og vera með bol kláran fyrir ömmu sína er geggjað. Þegar hann setti í töskuna var bolurinn klár. Það sýnir sjálfstraustið sem gaurinn hefur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndir af Lewandowski og Xavi vekja mikla athygli – ,,Svikari“

Myndir af Lewandowski og Xavi vekja mikla athygli – ,,Svikari“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hólmbert óstöðvandi í norska bikarnum

Hólmbert óstöðvandi í norska bikarnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Inter staðfestir komu Lukaku

Inter staðfestir komu Lukaku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir miðverðir munu semja við Chelsea

Tveir miðverðir munu semja við Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland með fínan sigur í eina æfingleiknum fyrir EM

Ísland með fínan sigur í eina æfingleiknum fyrir EM
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal og United berjast um sama bitann

Arsenal og United berjast um sama bitann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Högg í maga Liverpool og Manchester United

Högg í maga Liverpool og Manchester United
433Sport
Í gær

Almarr mættur í Fram frá Val

Almarr mættur í Fram frá Val