fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 19:32

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er útlit fyrir að Eddie Nketiah verði áfram hjá Arsenal. The Athletic greinir frá.

Samningur þessa 22 ára gamla framherja er að renna út í sumar og var lengi vel talið að hann færi annað.

Nokkur úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á Nketiah en nú er útlit fyrir að hann taki slaginn áfram með Arsenal.

Nketiah fékk fá tækifæri fyrri hluta þessa tímabils en kom vel inn í lið Arsenal undir lok tímabils.

Líklegt er að enski framherjinn skrifi undir fimm ára samning.

Ólíklegt er að Arsenal hugsi Nketiah sem framherja númer eitt sem stendur. Gabriel Jesus hefur verið sterklega orðaður við félagið.

Samningur Alexandre Lacazette er þá að renna út og líklegt er að hann sé á förum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton