fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Viðar Örn stendur í stríði við norskan speking sem neitar að draga ummæli sín til baka – ,,Hann verður að vinna heimavinnuna sína betur“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 12:48

Mynd: Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Valerenga, hefur brugðist við norska sparkspekingsins Christian Gauseth í norskum fjölmiðlum og hvetur hann til þess að fara sinna vinnu sinni betur. Gaurseth sakaði Viðar um neikvæða líkamstjáningu innan vallar, sagði Íslendinginn vera lítinn liðsmann og að hann væri veikur í pressunni.

Gauseth, sem er fyrrum leikmaður Mjöndalen, lét orðin falla fyrir leik Valerenga og Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni á dögunum, Viðar Örn skoraði í leiknum sem Valerenga tapaði 2-3.

,,Ég skora ekki aðeins mörk, ég tel að þjálfarinn sé ánægður með vinnuframlag mitt og að það sé hans mat að ég geri aðra leikmenn í kringum mig betri. Ég á líka mína slæmu daga innan vallar eins og allir aðrir en að segja að ég hafi verið þannig yfir heilt tímabil er bara þvæla. Hann verður að vinna heimavinnuna sína betur,“ sagði Viðar Örn er hann var spurður út í gagnrýni Gauseth eftir leik.

Gauseth neitaði hins vegar að draga ummæli sín um Viðar Örn til baka.

,,Ég get alveg fullvisað Viðar Örn um að ef það er einhver sem fylgist með öllum leikjum þá er það ég. Það er ekkert í norsku úrvalsdeildinni sem fer fram hjá mér. Þegar að ég set svona fram þá tel ég mig hafa ástæðu til þess…Það er sennilega ekkert að minni greiningu heldur frekar frammistöðu íslenska framherjans hjá Valerenga. Við búumst við miklu meira frá honum.“

Viðar Örn gekk til liðs við Valerenga frá Rostov í september árið 2020. Á tímabilinu hingað til hefur hann skorað fjögur mörk í átta leikjum og er á meðal markahæstu leikmanna deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“