fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Ræddi við Liverpool áður en hann skrifaði undir milljarða samning – Fékk yfir 16 milljarða fyrir það eitt að skrifa undir

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Kylian Mbappé hjá Paris Saint-Germain hafði lengi verið eitt helsta umræðuefnið í knattspyrnuheiminum áður en hann skrifaði undir nýjan risasamning við félagið til ársins 2025. Í viðtali við enska blaðið The Telegraph segist Mbappé meðal annars hafa rætt við Liverpool áður en hann ákvað að skrifa undir nýjan samning í París.

Franski framherjinn hafði ætlað sér að yfirgefa herbúðir PSG en fljótt skipaðist veður í lofti og á laugardaginn síðastliðinn varð það ljóst að hann hafði ákveðið að framlengja samning sinn við Paris Saint-Germain til sumarsins 2025.

Mbappé hafði einna helst verið orðaður við brottför frá PSG til spænska stórveldisins Real Madrid en í viðtali við The Telegraph segist hann einnig hafa rætt við önnur lið, meðal ananrs enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

,,Ég talaði aðeins við forráðamenn félagsins. Það var ekki svo mikið, en við áttum stuttar samræður,“ segir Mbappé í viðtali við The Telegraph. ,,Liverpool er uppáhaldslið móður minnar og þess vegna talaði ég við þá. Hún elskar klúbbinn. Ég veit ekki hvers vegna – þú verður að spyrja hana um það, segir hann.“

Mbappe mun þéna um það bil milljón pund á viku. Það eru tæpar 165 milljónir íslenskra króna.

Þá fékk hann því sem jafngildir um 16,5 milljörðum króna fyrir það eitt að skrifa undir nýjan samning við PSG.

Frakkinn fær þá bónusgreiðslur fyrir skoruð mörk, bónusgreiðslu ef hann vinnur Meistaradeildina með PSG eða ef hann hlýtur Ballon d’Or verðlaunin.

Spænska deildin, La Liga, er afar ósátt við samninginn og hefur tilkynnt PSG til UEFA, sem og franskra og evrópskra yfirvalda vegna hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
433Sport
Í gær

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“
433Sport
Í gær

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk
433Sport
Í gær

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara