fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
433Sport

ÍBV staðfestir kaup á Kundai Benyu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. maí 2022 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simbabveski landsliðsmaðurinn Kundai Benyu hefur skrifað undir samning við ÍBV og mun koma til með að leika með liðinu út tímabilið 2023. Kundai kemur til liðsins frá Vestra þar sem hann lék við góðan orðstír á síðustu leiktíð, hann er 24 ára gamall miðjumaður.

Kundai neitaði að spila áfram með Vestra og vildi fara í lið í Bestu deildinni. Hann fær þó ekki leikheimild með ÍBV fyrr en í júlí.

Þrátt fyrir að leika með simbabveska landsliðinu þá er Kundai fæddur og uppalinn á Englandi en hann hefur að mestu leikið með liðum í ensku deildunum, má þar nefna Ipswich og Charlton meðal liða sem hann hefur verið á mála hjá. Hann var einnig leikmaður Helsingborg á sama tíma og Andri Rúnar Bjarnason, ásamt því að vera þrjú tímabil á mála hjá skoska stórliðinu Celtic.

Kundai hefur leikið fimm leiki fyrir simbabveska landsliðið og er hann mjög spenntur að komast til Vestmannaeyja og hefja leik með liðinu í þeirri Bestu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju

Líklegt að hann verði áfram eftir U-beygju
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV

Mjólkurbikar karla: Fylkir kláraði tíu leikmenn ÍBV
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum

Kompany hættur og er nú sagður taka við Jóhanni Berg og félögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar

FH ekki tekið ákvörðun um Eggert eftir nýjar vendingar
433Sport
Í gær

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist

Skemmdarverk Guðmundar í Kópavogi sáust greinilega í gær – Sjáðu þegar Guðmundur reiddist
433Sport
Í gær

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku

Bjóða honum að tvöfalda laun sín og þéna 20 milljónir á viku