fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Vilja borga honum meira en 25 milljarða fyrir að skrifa undir til skamms tíma

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 8. apríl 2022 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain er til í að borga Kylian Mbappe, sóknarmanni félagsins, 150 milljónir punda (rúma 25 milljarða íslenskra króna) fyrir að skrifa undir nýjan samning til tveggja ára. Þetta hefur BBC eftir knattspyrnusérfræðingnum Guillem Balague.

Samningur hins 23 ára gamla Mbappe rennur út í sumar. Hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid. Meira að segja telja einhverjir að hann hafi þegar komist að samkomulagi um kaup og kjör í spænsku höfuðborginni.

Hjá PSG vilja menn hins vegar ólmir halda honum og ofan á upphæðina sem nefnd var ofar vill félagið borga honum 21 milljón punda á ári.

Mbappe hefur verið stórkostlegur fyrir PSG frá komu sinni árið 2017. Leikmaðurinn hefur skorað 160 mörk og lagt upp 81 í 209 leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“