fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Vill að Manchester United fylgi fordæmi Arsenal

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, vill að sitt gamla félag fari að fordæmi Arsenal nú þegar að ljóst virðist vera að Erik ten Hag verði næsti knattspyrnustjóri liðsins. Ferdinand vill að Ten Hag fái tíma og stuðning til þess að snúa skútunni við á Old Trafford.

Síðustu ár hafa ekki verið góð fyrir félagið og sigurtímabilin sem liðið átti undir stjórn Sir Alex Ferguson virðast víðs fjarri.

Ferdinand segir að forráðamenn Manchester United verði að treysta Ten Hag verði hann á endanum ráðinn, rétt eins og forráðamenn Arsenal hafa gert í tilfelli Mikel Arteta, knattspyrnustjóra liðsins.

,,Manchester United leitar nú að nýjum knattspyrnustjóra og vonandi mun gæfa félagsins breytast í kjölfarið. Ef maður horfir á Arsenal þá hafa þeir fundið rétta knattspyrnustjórann, þeir treysta honum og hafa leyft honum að gera hluti og taka ákvarðanir sem margir efuðust um,“ segir Rio í samtali við William Hill og bendir á brotthvarf stjörnuframherjans Pierre Emerick-Aubameyang til Barcelona.

,,Þú verður að treysta knattspyrnustjórainum og ferlinum. Vonandi mun Manchester United gera það,“ segir Rio. Hann segir að Manchester United þurfi að sætta sig við stöðuna sem félagið er í núna og byggja ofan á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði