fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Rúrik gerir stólpagrín að fokdýrri knattspyrnustjörnu – ,,Það besta sem hann hefur gert upp á síðkastið“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 18:39

Mynd/Instagram @rurikgislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish hefur ekki beint staðið undir væntingum frá því hann kom til Manchester City frá Aston Villa í sumar. Enski landsliðsmaðurinn var keyptur á 100 milljónir punda og því fylgir pressa.

Sagt er að Grealish sé nú að skrifa undir samning við Gucci um að klæðast fatnaði frá fyrirtækinu. Hann mun fá vel greitt fyrir það. Grealish er vinsæll á meðal unga fólksins og Gucci telur það gott fyrir fyrirtækið að semja við hann.

Grealish hefur reglulega sést í fötum frá Gucci en núna mun hann fá fötin frítt og fá borgað fyrir að klæðast þeim. Ekki er algengt að tískufyrirtæki semji við íþróttafólk en Grealish fær tugir milljóna á ári fyrir samninginn.

Leikmaðurinn var til umræðu í upphitunarþætti Viaplay fyrir Meistaradeild Evrópu sem nú stendur yfir. Grealish og félagar mæta Atletico Madrid í kvöld.

Kári Árnason og Rúrik Gíslason eru sérfræðingar í setti og skaut sá síðarnefndi aðeins á Grealish. ,,Hann er sennilega að skrifa undir risasamning við Gucci. Það er það besta sem hann hefur gert upp á síðkastið,“ sagði Rúrik.

Jack Grealish / Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“

Haraldur og Sævar takast á um refsingar dómstólsins – „Metið mun alvarlegra að fara í höfuð/andlit“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist

Hrottaleg líkamsárás fyrir allra augum í gær – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“

Tók höfuðkúpu með sér á völlinn – „Hann hefði verið stoltur“
433Sport
Í gær

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið

Fær aðeins eins leiks bann fyrir olnbogaskotið
433Sport
Í gær

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“

Staðan í Grafarvogi kemur á óvart – „Var eiginlega bara sjokkeraður“
433Sport
Í gær

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“

Myndirnar sem umdeildur dómari í Borgarnesi birtir vekja upp stórar spurningar – „Algjört högg“
433Sport
Í gær

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United

Myndir af Ronaldo í myndatöku leka á netið – Þetta eiga að vera nýjar treyjur United