fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
433Sport

Einvíginu ekki lokið segir Klopp

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. apríl 2022 21:45

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool vann 2-0 sigur á Villarreal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Anfield í kvöld.

Liðið var miklu meira með boltann í fyrri hálfleik og stjórnaði ferðinni. Liðinu tókst hins vegar ekki að opna vörn gestanna og skapa sér almennileg dauðafæri. Markalaust var í leikhléi. Heimamenn voru áfram mun betri aðilinn í seinni hálfleik og á 53. mínútu komust þeir yfir. Pervis Estupinan setti boltann þá í eigið net eftir fyrirgjöf Mohamed Salah.

Aðeins tveimur mínútum síðar var Liverpool búið að tvöfalda forskot sitt. Sadio Mane skoraði þá eftir undirbúning Salah. Liverpool var líklegra til að bæta við þriðja markinu en Villarreal að jafna. Meira var þó ekki skorað. Liverpool leiðir 2-0 fyrir seinni leik liðanna á Spáni í næstu viku.

Jurgen Klopp sagði eftir leik að hann væri ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann sagði jafnframt að einvíginu væri ekki lokið þrátt fyrir góða stöðu.

,,Við förum þangað og það verður erfitt umhverfi fyrir okkur. Þið sáuð það í kvöld að þessir leikmenn (Villarreal) berjast með öllu sem þeir eiga,“ sagði Klopp.

,,Ef þeir vinna okkur og fara í úrslit munu þeir eiga það skilið. Ef við vinnum eigum við það skilið.“

Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Emil Atlason framlengir í Garðabæ

Emil Atlason framlengir í Garðabæ
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sönnunargögn í Rooney og Vardy málinu birtast – Aðeins aðgangur Vardy skoðaði

Sönnunargögn í Rooney og Vardy málinu birtast – Aðeins aðgangur Vardy skoðaði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bjóða Pogba lúsalaun – Vilja lækka hann um 28 milljónir á viku

Bjóða Pogba lúsalaun – Vilja lækka hann um 28 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eyddi hómófóbískum færslum í skjóli nætur eftir að vinur hans kom úr skápnum

Eyddi hómófóbískum færslum í skjóli nætur eftir að vinur hans kom úr skápnum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miður sín eftir að hafa verið vikið frá borði – Höguðu sér skelfilega

Miður sín eftir að hafa verið vikið frá borði – Höguðu sér skelfilega
433Sport
Í gær

Er þetta það sem fær Bayern til að skipta um skoðun?

Er þetta það sem fær Bayern til að skipta um skoðun?