fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Lögreglan í Manchester tjáir sig um mál Gylfa Þórs

433
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 14:57

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki verður upplýst um framgang rannsóknar á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ólögráða einstaklingi, fyrr en eftir páska. Þetta segir í skriflegu svari lögreglunnar í Manchester við fyrirspurn Vísis.

Farbann Gylfa rennur út þann 17. apríl næstkomandi en Gylfi hefur verið laus gegn tryggingu frá því stuttu eftir að hann var handtekinn í júlí á síðasta ári.

Í svari lögreglunnar í Manchester segir að ekki eigi að búast við neinum fréttum af máli Gylfa fyrr en í fyrsta lagi á sunnudaginn. Þá megi gera ráð fyrir því að engin svör fáist um málið fyrr en eftir viku.

Ekkert hefur heyrst frá Gylfa Þór síðan hann var handtekinn en meint brot hans er sagt hafa átt sér stað árið 2017. Þá hefur lögreglan í Manchester ekkert sagt um framgang rannsóknarinnar utan þess að hún sé enn í gangi.

Þann 20. janúar fyrr á þessu ári kom fram í svörum lög­reglunnar í Manchester við fyrispurn Frétta­blaðsins að Gylfi yrði áfram laus gegn tryggingu til 17. apríl næstkomandi. Fyrir­komu­lagið hefur nú verið framlengt fjórum sinnum en það var fyrst framlengt í ágúst, síðan í október og svo í janúar.

Gylfi hefur ekkert leikið fyrir Everton síðan að hann var handtekinn og nú er orðið ljóst að hann mun ekki leika fleiri leiki fyrir félagið þar sem að samningur hans rennur út í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad