fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

„Vanda malaði þetta og gerði allt upp á tíu“

433
Laugardaginn 5. mars 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ætt var um skref KSÍ að neita að spila gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó, sem sýndur var á Hringbraut. Magnús Geir Eyjólfsson, fréttamaður á RÚV, Þróttari og grjótharður stuðningsmaður Everton, mætti í settið ásamt Herði Snævari, íþróttatjóra Torgs en Magnús segir að KSÍ hafi gert það eina rétta. „Það var ekkert hægt annað í stöðunni. Ég veit ekki um neitt annað íþróttasamband en kannski formúlan, sem er gjörspillt hvort sem er, sem hefur ekki tekið þá afstöðu að Rússar og eftir atvikum Hvít-Rússar eru ekki velkomnir á Íþróttavöllinn.“

Þeir fóru einnig yfir sviðið í nýafstöðnum formannskosningum þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin formaður KSÍ til næstu tveggja ára. „Ég átti von á því að kosningin yrði meira spennandi. En vel gert hjá henni og svo er bara að vona að fókusinn færist núna yfir á fótboltann en ekki mál utan vallar,“ sagði Magnús.

video
play-sharp-fill

Hörður sagði að Vanda hefði sett í fimmta gír og átt glæsilega kosningabaráttu. „Hreyfingin kemur sameinuð út úr þessum formannsslag finnst mér.

Vanda er með miklu sterkara umboð heldur en fyrir kjörið. Hún malaði þetta og gerði allt upp á tíu.“

Þeir fóru svo yfir kosningarnar en varaformaðurinn, Borghildur Sigurðardóttir, fékk fjórðu flestu atkvæðin og sögðu þeir félagar að það mætti alveg lesa eitthvað í þá niðurstöðu. Þeir voru þó sammála um að það væri sterkt fyrir stjórnina að hafa einhverja reynslu eftir.

„Það eru stór mál á leiðinni. Mál Arons Einars og Eggerts er komið inn á borð ákærusviðs og ef það verður fellt niður þarf að taka ákvörðun um hvort hann fái að spila eða ekki. Mál Gylfa er ennþá í kerfinu og maður veit ekkert hvað verður um það.

Þannig það eru siðferðismál sem þarf að taka afstöðu til á næstunni,“ segir Magnús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim

Beckham opinberar hvað honum finnst um Ruben Amorim
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM

Nýr Old Trafford fremstur á meðal jafninga í umsókn Bretlands og Írlands til að halda HM
Hide picture