fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Hörmungar Arnars í starfi hjá landsliðinu – Samanburður við 17 leikina þar á undan

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. mars 2022 09:25

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson stýrði sínum sautjánda landsleik sem þjálfari A-landsliðs karla í gær. Niðurstaðan var niðurlæging gegn Spáni og erfitt gengi landsliðsins undir stjórn Arnars heldur áfram.

Arnar tók við landsliðinu í desember árið 2020 en stýrði sínum fyrstu leikjum árið 2021. Eiður Smári Guðjohnsen var fyrst um sinn aðstoðarmaður hans en hætti undir lok síðasta árs og Jóhannes Karl Guðjónsson tók við.

Í leikjunum sautján hefur íslenska liðið fengið á sig 33 mörk en aðeins skorað sextán á móti. Liðið hefur svo aðeins unnið þrjá leiki af 17 en tveir sigrar komu gegn Liechtenstein og einn gegn Færeyjum sem eru ekki hátt skrifaðar knattspyrnuþjóðir.

Liðið hefur undir stjórn Arnars gengið í gengum miklar breytingar en bætingar frá síðasta hausti hafa hingað ekki ekki náð skína í gegn.

Í sautján leikjunum áður en Arnar Þór tók við liðinu hafði íslenska liðið unnið sjö af sautján leikjum sínum en liðið tapaði öllum sex leikjum sínum í Þjóðadeildinni árið 2020. Þá lék liðið undir stjórn Erik Hamren.

Liðið skoraði 20 mörk í þessum leikjum en fékk 26 á sig. Liðið skorar því minna undir stjórn Arnars og fær meira af mörkum á sig, úrslitin eru svo ekki eins góð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“