fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Ísak undrandi þegar blaðamaður talaði um pabba hans sem frænda

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 13:53

Ísak og Jói Kalli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nokkuð kostulegt atvik á blaðamannafundi karlalandsliðsins í knattspyrnu í dag. Liðið er á Spáni og undirbýr sig fyrir æfingaleik gegn Finnum á laugardag, liðið mætir svo heimamönnum í næstu viku.

Jóhannes Karl Guðjónsson er nýr aðstoðarþjálfari liðsins og er í sinu fyrsta verkefni. Sonur hans Ísak Bergmann er einn af lykilmönnum liðsins og sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Jóhann Ingi Hafþórsson blaðamaður Morgunblaðsins reið fyrstur á vaðið þegar rætt var við Ísak. Vildi hann vita hvernig væri að vera í landsliðinu með pabba gamla á hliðarlínunni.

Eitthvað ruglaðist Jóhann þegar hann var að bera upp spurninguna og talaði um Jóhannes Karl sem frænda Ísaks.

„Frændi minn?,“ sagði Ísak og blaðamaðurinn var fljótur að átta sig á þessum ruglingi sínum, ekki skal undra að það slái stundum saman þegar rætt og ritað er um þá mögnuðu knattspyrnuætt sem þarna kemur frá Akranesi.

„Við eigum þetta á upptöku ef þú vilt birta þetta,“ sagði Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi við Jóhann sem bað Ómar vinsamlegt um að eyða upptökunni í léttum tón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Í gær

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Í gær

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“