fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Man Utd missteig sig gegn Burnley – Everton sogast í fallbaráttu

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 21:59

. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burnley tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Man Utd var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik. Raphael Varane kom boltanum fyrst í netið á 12. mínútu með góðum skalla. Var markið hins vegar dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu þar sem rangstæður Harry Maguire var talinn hafa áhrif í aðdragandanum.

Paul Pogba skoraði þó fullkomlega löglegt mark á 18. mínútu með góðu skoti. Staðan í hálfleik var 0-1 og gátu heimamenn verið fegnir að útlitið væri ekki svartara fyrir þá.

Það kom hins vegar allt annað lið Burnley út í seinni hálfleik. Skoraði Jay Rodriguez jöfnunarmark strax á 47. mínútu.

Burnley sótti töluvert eftir markið en tókst ekki að koma boltanum í netið að nýju.

Gestirnir tóku aðeins aftur við sér síðasta hluta leiksins en fundu ekki sigurmark. Lokatölur 1-1.

Man Utd er í fimmta sæti deildarinnar með 39 stig, stigi á eftir West Ham sem er í Meistaradeildarsæti. Burnley er áfram á botninum með 14 stig.

Mynd/Getty

Á sama tíma tók Newcastle á móti Everton. Fyrsta mark leiksins kom á 36. mínútu þegar Jamaal Lascelles, varnarmaður heimamanna, setti boltann í eigið net. Staðan var þó orðin jöfn aðeins örskömmu síðar þegar Mason Holgate gerði sjálfsmark hinum megin.

Ryan Fraser kom Newcastle yfir á 56. mínútu. Tíu mínútum fyrir leikslok skoraði svo Kieran Trippier, sem kom til Newcastle frá Spánarmeisturum Atletico Madrid í janúar, mark beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 3-1

Newcastle er nú komið upp úr fallsæti. Liðið situr í sautjánda sæti með 18 stig, stigi á eftir Everton sem er sæti ofar.

Trippier fagnaði vel og innilega. Mynd/Getty

Loks vann West Ham 1-0 heimasigur á Watford. Jarrod Bowen gerði eina mark leiksins á 68. mínútu.

West Ham er í fjórða sæti deildarinnar með 40 stig.

Jarrod Bowen fagnar marki sínu. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton