fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Enski boltinn: Man Utd vann Leeds í markaleik

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 16:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leeds tók á móti Manchester United í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Færi voru á báða bóga framan af en það voru gestirnir sem tóku forystuna á 34. mínútu. Þá skoraði Harry Maguire með skalla eftir hornspyrnu.

Bruno Fernandes bætti við marki fyrir Man Utd í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir góða skyndisókn.

Leeds kom mun sterkara inn í seinni hálfleikinn og minnkaði muninn á 53. mínútu. Rodrigo átti þá það sem leit út fyrir að vera fyrirgjöf en rataði í netið.

Innan við mínútu síðar jafnaði Raphinha eftir flotta fyrirgjöf  Daniel James.

Það var meðbyr með heimamönnum næstu mínútur. Það var hins vegar Man Utd sem komst yfir á nýjan leik með marki Fred á 70. mínútu.

Anthony Elanga innsiglaði svo 2-4 sigur gestanna eftir frábæran undirbúning Fernandes seint í leiknum.

Man Utd er í fjórða sæti deildarinnar með 46 stig. Leeds er í fimmtánda sæti með 23 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Í gær

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer