fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Rauða spjaldið á Þorgrím kannski það fyrsta í röðinni af mörgum

433
Laugardaginn 19. febrúar 2022 09:00

Skjáskot úr þættinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um brotthvarf Þorgríms Þráinssonar úr teymi íslenska landsliðsins í fótbolta í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó, sem sýndur var á Hringbraut á föstudag.

Fréttir um brotthvarfið kom mörgum á óvart enda hefur Þorgrímur haft gott orð á sér, innan vallar sem utan og verið vinsæll starfskraftur.

Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, sagði söguna á bakvið fréttina en Fréttablaðið greindi frá brotthvarfinu á mánudag en Þorgrímur las það í fjölmiðlum að ekki væri lengur óskað eftir hans starfskröftum. „Hann hefur hlaupið í öll hlutverk, verið bílstjóri einn daginn og hlaupið á eftir boltunum hinn daginn. Nánast sálfræðingur með kaffibolla þegar leikmenn hafa þurft á því að halda og átt í sérstöku sambandi við leikmenn.

„En það er eitthvað sem segir mér að þessi knái maður hafi vitað þetta allan tímann en séð þetta sem betri sviðsmynd að setja þetta svona út.“

video
play-sharp-fill

Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari og mikill íþróttaáhugamaður, segir að Þorgrímur hafi verið í mögnuðu hlutverki í kringum landsliðið.

„Það er ekki hægt að segja að á heimasíðu KSÍ sé hlutverk hans skilgreint. Hann er eins og Hörður benti á, andlegur stuðningur og gengið í allskonar hlutverk. Ég er Team Toggi sem Valsari en þetta er kannski bara tákn um það sem er að gerast innan veggja KSÍ sem er að það er verið að þrengja að. Næsti formaður, hvort sem það verður Vanda eða Sævar, þá get ég séð að það eru fleiri svona fréttir í farvatninu.“

Nánari umræðu má sjá hér fyrir ofan en þar þeir félagar nánar um niðurskurðarhnífinn sem er á lofti inann veggja KSÍ og að einfaldasta skýringin á öllu þessu sé að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, sé einfaldlega að búa til sitt teymi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

McTominay gerði gott betur en Ronaldo

McTominay gerði gott betur en Ronaldo
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps
Hide picture