fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Arsenal og Manchester United á meðal félaga sem hafa rætt við umboðsmann Felix

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 12:30

Joao Felix, sóknarmaður Atlético Madrid / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist æ líklegra að Joao Felix yfirgefi Atletico Madrid í janúar.

Samband leikmannsins við Diego Simeone, stjóra Atletico, er sagt slæmt og að það henti öllum aðilum að hann fari.

Samningur þessa 23 ára gamla sóknarmanns við Atletico rennur ekki út fyrr en 2026. Hann verður því ekki fáanlegur ódýrt.

Samkvæmt Calciomercato vill Atletico fá um 130-140 milljónir evra fyrir Felix.

Miðillinn segir einnig að Jorge Medes, umboðsmaður Felix, hafi rætt við Arsenal, Bayern Munchen, Chelsea og Manchester United.

Felix hefur verið á mála hjá Atletico síðan 2019. Þá kom hann frá Benfica í heimalandinu, Portúgal. Spænska félagið keypti hann á meira en 100 milljónir punda.

Þessa stundina er Felix staddur með portúgalska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar. Þar mætir liðið Marokkó í 8-liða úrslitum á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta