fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
433Sport

Eiginkona og börn Sterling voru heima – Tóku með úr fyrir 50 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. desember 2022 08:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn á heimili Raheem Sterling í London á laugardagskvöld, eiginkona hans og tvö börn voru heima þegar þjófarnir létu til skara skríða.

Var þetta ástæða þess að Sterling flaug heim frá Katar í gær og var ekki með enska landsliðinu gegn Senegal í gær.

Sterling vildi fara heim og vera hjá fjölskyldu sinni en heimili hans er í London. Sterling og fjölskylda flutti þangað í sumar þegar Sterling gekk í raðir Chelsea.

Paige Milian hafði farið heim til London eftir dvöl í Katar en líklega töldu innbrotsþjófarnir að hún væri enn í Katar.

Það er þekkt stærð að þjófagengi fylgjast með ferðum fólks áður en farið er af stað. Mennirnir sem brutustu inn höfðu ýmislegt á brott með sér en meðal annars úr fyrir um 50 milljónir króna.

Óvíst er hvenær Sterling snýr aftur eða hvort hann hreinlega mætir aftur til Katar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bjarni segir þá ungu hafa þurft að taka mikla ábyrgð

Bjarni segir þá ungu hafa þurft að taka mikla ábyrgð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gengið ömurlegt eftir brottför Ten Hag – Búið að reka eftirmanninn

Gengið ömurlegt eftir brottför Ten Hag – Búið að reka eftirmanninn
433Sport
Í gær

Ásakar umboðsmann leikmanns Manchester United um lygar – ,,Þeir myndu aldrei vilja hann“

Ásakar umboðsmann leikmanns Manchester United um lygar – ,,Þeir myndu aldrei vilja hann“
433Sport
Í gær

Ætla enn að treysta á 38 ára gamlan hafsent – Mun gera nýjan samning

Ætla enn að treysta á 38 ára gamlan hafsent – Mun gera nýjan samning