Brighton 2 – 4 Arsenal
0-1 Bukayo Saka(‘2)
0-2 Martin Odegaard(’39)
0-3 Eddie Nketiah(’47)
1-3 Kaoru Mitoma(’65)
1-4 Gabriel Martinelli(’71)
2-4 Evan Ferguson(’78)
Það var frábær leikur í boði í kvöld er Arsenal og Brighton áttust við á heimavelli þess síðarnefnda.
Arsenal gat nýtt sér tækifærið og náð enn frekari forystu á toppnum eftir að Manchester City gerði jafntefli í dag.
Man City gerði 1-1 jafntefli við Everton og setti það klárlega blóð á tennur leikmanna Arsenal sem höfðu betur, 4-2.
Arsenal er nú búið að skora 40 mörk í deildinni í vetur og er aðeins annað liðið til að gera það, á eftir Man City.
Arenal er með 43 stig á toppnum og er sjö stigum á undan núverandi Englandsmeisturunum í Manchester.