Handboltakappinn Ómar Ingi Magnússon var kjörinn íþróttamaður ársins við hátíðlega athöfn í gær. Var þetta annað árið í röð sem Ómar hreppir titilinn.
Enginn leikmaður úr karlalandsliði Íslands í knattspyrnu var á meðal þeirra tíu sem tilnefnd voru til nafnbótarinnar.
Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður nýtti tækifærið og grínaðist á Twitter.
„Baltic cup meistararnir ekki að fá neina ást þarna á íþróttamaður ársins. Ákveðinn skellur,“ skrifaði hann.
Ísland sigraði Baltic Cup í vetur.
Þó svo að lítið hafi farið fyrir körlunum voru tveir leikmenn kvennalandsliðsins á meðal efstu tíu. Það voru þær Glódís Perla Viggósdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Glódís hafnaði í öðru sæti í kjörinu.
Baltic cup meistararnir ekki að fá neina ást þarna á íþróttamaður ársins. Ákveðinn skellur.
— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) December 29, 2022